Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Dregur úr frosti í dag en hvasst fram yfir hádegi

05.04.2021 - 07:56
Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Veðurstofan spáir breytilegri átt, víða 3-10 m/s, en allhvassri norðvestanátt austanlands fram yfir hádegi. Lítil eða engin úrkoma verður um miðbik dagsins en seinnipartinn og í kvöld má búast við snjókomu af og til víða um landið. Það dregur úr frostinu í dag og síðdegis má gera ráð fyrir frosti á bilinu 2 til 8 stig.

Á morgun má búast við rólegu og fallegu veðri. Vindur verður hægur og breytilegur og þurrt og bjart um mestallt land. Hiti frá frostmarki við suðurströndina, niður í 12 stiga frost í innsveitum norðaustanlands.

Á miðvikudag snjóar víða um land og bætir í vind. Áfram kalt í veðri, 1-6 stiga frost, og snjókoma víða um land.

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV