Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Beint streymi frá Meradalahlíðum

Vefmyndavél hefur verið komið upp í Meradalahlíðum og frá henni streyma nú myndir af gosinu í Geldingadölum og hraunstreyminu úr nýju sprungunum norður af þeim.

Er það mikið sjónarspil, sem hægt er að fylgjast með hvort tveggja í sjónvarpinu á rúv2, þegar þar er ekki önnur dagskrá í gangi, og á vefnum okkar, rúv.is, allan sólarhringinn. Gosið úr gígnum í Geldingadölum er vinstra megin á skjánum en hægra megin gýs úr nýju sprungunni.