Ekið á hjólreiðamann á Bakkafirði

Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Ekið var á hjólreiðamann á Bakkafirði um hádegisbil í dag. Ökumaður blindaðist af sól og ók aftan á hjólreiðamanninn sem féll við það í götuna og slasaðist. 

Viðbragðsaðilar frá Þórshöfn og Vopnafirði komu á vettvang, en maðurinn var fluttur með sjúkrabíl til Vopnafjarðar. 

Líðan mannsins er eftir atvikum en ákveðið var að kalla til sjúkraflugvél til þess að flytja manninn til nánari skoðunar. Líklega verður hann fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra lögreglunnar á Þórshöfn. 
 

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV