Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Mannabein fundust í fjöru á Vopnafirði

Mynd með færslu
 Mynd:
Lögreglan á Austurlandi fékk tilkynningu í morgun um að mannabein hefðu fundist í fjöru á Vopnafirði.

Vísir.is greindi frá þessu og Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, segir í samtali við fréttastofu að ekki sé talið að beinin tengist saknæmu athæfi en staðfest hefur verið að þau eru úr manneskju. Eins og stendur hafa ekki verið borin kennsl á beinin og spurður um aldur þeirra segist Kristján ekki geta sagt til um hann.

Lögregla hefur verið að störfum á vettvangi frá því um hálf-ellefuleytið í morgun og líkamsleifarnar verða sendar til rannsóknar til kennslanefndar Ríkislögreglustjóra sem freistar þess að bera kennsl á þær. 

Fréttin var uppfærð 15:23

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV