Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Kveikt í bálkesti í leyfisleysi og banni

01.04.2021 - 00:49
Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Tilkynning barst Brunavörnum Selfoss í kvöld um að mikinn, svartan reyk legði frá sumarhúsabyggð nærri Reykholti í Árnessýslu. Vísir greinir frá og segir mikinn viðbúnað hafa verið viðhafðan en nokkrir dælubílar, tankbíll, lögreglu- og sjúkrabíll voru sendir á vettvang. Tíu mínútum eftir að þeir lögðu af stað var þeim snúið við þar sem í ljós kom að einhver hafði kveikt í brennu.

 

Í frétt Vísis er haft eftir Pétri Péturssyni slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu að talið sé að reykurinn hafi gosið upp þegar olíu var hellt á bálköst. Hann segir rannsókn hafna á því hver hafi kveikt eldinn og að mögulega eigi sá yfir höfði sér kæru og rukkun fyrir kostnaðinum við útkallið, sem numið geti hundruðum þúsunda króna. 

 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV