Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Navalny í hungurverkfalli

31.03.2021 - 20:29
epa09025237 Russian opposition leader Alexei Navalny gestures inside a glass cage prior to a hearing at the Babushkinsky District Court in Moscow, Russia, 20 February 2021. The Moscow City court will hold a visiting session at the Babushkinsky District Court Building to consider Navalny's lawyers appeal against a court verdict issued on 02 February 2021, to replace the suspended sentence issued to Navalny in the Yves Rocher embezzlement case with an actual term in a penal colony.  EPA-EFE/YURI KOCHETKOV MANDATORY CREDIT
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny tilkynnti í dag að hann yrði í hungurverkfalli þar til hann fengi læknisaðstoð vegna bakverkja og máttleysis í fótum. 

Hann situr í fangelsi og afplánar tveggja og hálfs árs dóm fyrir brot á skilorði þegar hann var fluttur meðvitundarlaus eftir eitrun frá Rússlandi til Þýskalands síðasta haust. Hann krefst þess að utanaðkomandi læknir, sem ekki er á vegum yfirvalda, fái leyfi til að vitja hans vegna veikindanna.

Navalny greindi frá í síðustu viku að fangaverðir vektu hann átta sinnum á hverri nóttu til að ganga úr skugga um að hann hefði ekki flúið. Yfirvöld hafa lýst því yfir að hann sé við ágæta heilsu, að því er The Moscow Times greinir frá. Samstarfsfólk hans segir það af og frá. Þá tilkynntu fangelsismálayfirvöld í dag að allir fangar eigi kost á átta tíma svefni og að það trufli ekki aðra fanga en Navalny að athugað sé með þá að nóttu til.