Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Lyfjastofnun rannsakar andlát

31.03.2021 - 21:40
epa09106549 (FILE) A vial of the Oxford-AstraZeneca COVID-19 vaccine during a vaccination campaign in Riga, Latvia, 11 February 2021 (reissued 30 March 2021). The German city-state of Berlin is suspending the use of the AstraZeneca coronavirus vaccine for people under the age of 60 after reports of blood clot cases, Health Senator Dilek Kalayci said 30 March 2021.  EPA-EFE/TOMS KALNINS
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Lyfjastofnun kannar hvort andlát eldri manneskju megi rekja til bólusetningar. Tvær alvarlegar tilkynningar hafa borist stofnuninni eftir fjöldabólusetningu síðastliðinn föstudag. 

 

Á föstudag streymdi fólk á áttræðisaldri í Laugardalshöll til að fá bólusetningu, um fjögur þúsund fengu fyrri skammtinn af bóluefni AstraZeneca. Á mánudag höfðu Lyfjastofnun borist tvær alvarlegar tilkynningar tengdar bólusetningunni. Í svari stofnunarinnar við fyrirspurn RÚV kemur fram að önnur þeirra hafi verið vegna andláts, hin vegna sjúkrahússinnlagnar. Tilvikin verða skoðuð en ekki er vitað hvort um orsakasamhengi er að ræða.

Yfirvöld hér ákváðu nýlega að bólusetja fólk yfir sjötugu með bóluefni AstraZeneca. Ekki hefur borið á alvarlegum aukaverkunum hjá öldruðum einstaklingum í Bretlandi þar sem mikill fjöldi hefur verið bólusettur með efninu. 

 

arnhildurh's picture
Arnhildur Hálfdánardóttir
Fréttastofa RÚV