Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Búið að rýma Geldingadali

Mynd með færslu
 Mynd: rúv
Tekist hefur að rýma gosstöðvarnar í Geldingadölum en síðustu gosferðalangarnir voru enn að skila sér af fjöllum rétt fyrir tvö í nótt, að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum. Metfjöldi heimsótti gosstöðvarnar í dag og kvöld en lögregla og björgunarsveitir hafa unnið að því hörðum höndum að rýma svæðið frá því um miðnæturbil. Þótt nokkuð væri um að fólk meiddist og þyrfti aðstoð gekk kvöldið stóráfallalaust.

Mjög kalt var í fjalllendinu við gosstöðvarnar í kvöld og mörg áttu langa göngu fyrir höndum að bílum sínum eftir að niður var komið. Lögregla sinnir umferðarstjórn á Suðurstrandarvegi, þar sem aragrúa bíla var lagt í dag, og björgunarsveitarfólk hefur aðstoðað fólk eftir þörfum, enda mörg í hópi gosgesta bæði köld og þreytt.

Að sögn lögreglu gekk þetta stóráfallalaust. Eitthvað var um að fólk slasaði sig og meiddi og þyrfti af þeim sökum aðstoð við að komast frá gosstöðvunum, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Suðurnesjum, en engin alvarleg slys urðu á fólki.