„Við erum að miða við þennan hóp sem er að koma frá þeim löndum þar sem faraldurinn er í mestum uppgangi,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og nefnir sem dæmi Pólland, Spán, og Svíþjóð.
Allir sem koma frá rauðum löndum eiga að gista á sóttvarnarhóteli í sóttkví frá og með fimmtudeginum. Frá og með 11. apríl verður innhemt gjald fyrir að gista á sóttvarnarhóteli. Nú er unnið að því að manna hótelin og mun Rauði krossinn sjá um vinnu á hótelunum að mestu leyti.
Nýjar reglur teknar upp um mánaðamót
Í dag voru kynntar nýjar sóttvarnarreglur sem taka gildi strax á fimmtudag.
- Próf verða tekin hjá börnum fædd 2005 eða síðar.
- Gerð verður krafa um að farþegar sem framvísa bólusetningarvottorði eða vottorði um fyrri sýkingu fari í eina sýnatöku við komuna til landsins.
- Gerð verður krafa um að farþegar sem framvísa bólusetningarvottorði eða vottorði um fyrri sýkingu fari í eina sýnatöku við komuna til landsins.
- Ferðamenn sem koma frá skilgreindum áhættusvæðum skulu dvelja í sóttkví eða einangrun í sóttvarnahúsi milli fyrri og síðari sýnatöku.
- Allir ferðamenn skulu forskrá fyrir komuna til landsins hvaða dag þeir fara aftur af landi brott, liggi það fyrir.
- Frá og með 11. apríl verður innheimt gjald af ferðamönnum fyrir dvöl í sóttvarnahúsi.
Fréttin var leiðrétt 13:15