Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Hitamet í Bretlandi í dag

30.03.2021 - 16:29
Erlent · Bretland · Evrópa · Veður
epa09106735 Women enjoy a picnic under cherry blossom tree in Regents Park in London, Britain, 30 March 2021. From 29 March 2021 the UK government eased lockdown measures due to the coronavirus pandemic. Outdoor sport facilities including swimming pools, tennis courts and golf courses are reopening and organised outdoor sports can resume. Two households or groups of up to six people are now able to meet outside in England as the stay-at-home Covid restrictions order ends.  EPA-EFE/NEIL HALL
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Hitinn í miðborg Lundúna fór síðdegis í 24,2 stig. Þetta er mesti hiti sem mælst hefur í marsmánuði í Bretlandi í 53 ár. Þá náði hann 25,6 stigum Mepal í Cambridge-skíri. Breska veðurstofan gerir ráð fyrir enn meiri hlýindum á morgun í Lundúnum og víðar í suðausturhluta Englands, líklega yfir 25 stigum.

Lögregla og heilbrigðisyfirvöld beindu því til fólks í dag að muna eftir að fylgja COVID-19 reglum í hvívetna þrátt fyrir veðurblíðuna. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV