Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Ekki gildir lengur einstefna um Suðurstrandarveg

Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsson - RÚV
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að aflétta reglum um einstefnuakstur eftir Suðurstrandarvegi til austurs frá Grindavík. Vegagerðin hefur lokið bráðabirgðaviðgerð á veginum upp með Festarfjalli.

Vegagerðin hefur sett upp skilti sem um að hámarkshraði um veginn hafi verið lækkaður niður í 30 kílómetra á kaflanum frá bænum Hrauni að Ísólfsskála.

Bannað verður að leggja bifreiðum við Suðurstrandarveg en öllum verður beint á bílastæði sem útbúin hafa verið í grennd við upphafsstað gönguleiðarinnar að gosinu.

Áætlað er að þau stæði sem útbúin hafa verið, geti tekið við um eitt þúsund bílum. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum áréttar að áfram gilda áður auglýstar reglur um aðgang að gossvæðinu.