Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Hraungígarnir virðast vera að sameinast

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Vefmyndavél RÚV
Fyrir hádegi tóku gígarnir tveir í eldstöðinni í Geldingadölum að breytast þó nokkuð. Gígarnir hafa fengið gælunöfn og er sá hærri kallaður Suðri og sá lægri Norðri. Flæðið úr honum um skarð sem snýr gegn suðvestri hefur sameinast rennslinu sem er í rennunni frá Suðra og út í megin hraunána. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Eldfjallafræði- og náttúruvárhóp Háskóla Íslands. Þá segir að þetta gæti verið fyrsta skrefið í sameiningu gíganna.

Það sést vel á vefmyndavél RÚV að krafturinn í Suðra hefur dvínað töluvert og Norðri en núna meira áberandi.