Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Hættuleg gasmengun við eldstöðina í Geldingadölum

Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsson - RÚV
Framan af degi geta aðstæður við eldstöðina verið hættulegar og gas safnast fyrir í dældum. Rétt er að hafa í huga að gasmengun kemur ekki bara frá gígnum heldur líka frá hrauninu sjálfu. Fólk ætti að standa á hæðum og hólum og reyna að hafa vindinn í bakið.

Náttúrurvársérfræðingar Veðurstofunnar funduðu í morgun með viðbragðsaðilum í Grindavík. Þeir sem fara og skoða eldstöðina í Geldingadölum fyrri part dags, fram til klukkan fjögur, þurfa að fara mjög varlega og alls ekki fara ofan í lægðir. Þar geta safnast fyrir hættulegar gastegundir.

Fólk ætti að standa þar sem það hefur vindinn í bakið, standa hærra í landslaginu og rétt er að hafa í huga að gasmengun kemur ekki bara frá gígnum heldur líka frá hrauninu sjálfu. Um klukkan fjögur ættu aðstæður að batna en fólk má búast við éljum.