Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Leituðu að konu við Geldingadali

Mynd með færslu
 Mynd: Lögreglan á Suðurnesjum
Lögreglan á Suðurnesjum hóf í nótt leit að konu sem varð viðskila við gönguhópinn sinn á tólfta tímanum í gærkvöld á leið frá gosstöðvunum í Geldingadölum. Konan fannst á fimmta tímanum í nótt.

Að sögn Lögreglunnar á Suðurnesjum gekk konan, sem búsett er í Grindavík, heim á leið. Hún var enn á göngu þegar hún fannst, og var heil á húfi.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV