Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Fjórir bílar fastir á Austurlandi

Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson
Björgunarsveitirnar Hérað og Jökull voru kallaðar út fyrir austan vegna fastra bíla á Fjarðarheiði og í Möðrudalsöræfum. Að sögn Lögreglunnar á Egilsstöðum voru tveir bílstjórar búnir að tilkynna að þeir væru fastir á Fjarðarheiði, og aðrir tveir á Möðrudalsöræfum. Björgunarsveitarfólk er nú á leið til þeirra.

Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er nú ófært yfir Fjarðarheiði og stórhríð. Þæfingur er á veginum um Möðrudalsöræfi og skafrenningur.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV