Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Tíu milljónum varið til að bæta aðstöðu gesta við gosið

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Ráðgert er að Grindavíkurbær setji upp salernisaðstöðu, útbúi bílastæði og setji upp skilti og merkingar við aðkomuna að gosinu í Geldingadölum.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur ákveðið að Framkvæmdasjóður ferðamannastaða styrki Grindavíkurbæ um tíu milljónir framkvæmda á svæðinu.

Þegar hefur verið stikuð gönguleið en til stendur að ganga frá slóðum utan Suðurstrandarvegar. Teljara hefur verið komið fyrir við við göngustíginn að eldstöðvunum svo fylgjast megi með umferð þangað. Tölurnar um fjölda ferðalanga að gosstöðvunum birtast á mælaborði ferðaþjónustunnar