Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Deep Purple - Machine Head

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

Deep Purple - Machine Head

26.03.2021 - 17:31

Höfundar

Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er Machine Head með Deep Purple sem kom út 25. Mars 1972. 

Gestur þáttarins að þessu sinni er enginn, en vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123. 

Machine Head sem er sjötta hljóðversplata ensku rokksveitarinnar Deep Purple kom út 25. Mars 1972 og átti þess vegna afmæli í gær. 

Platan var tekin upp í Montreux í Sviss í desember 1971 en þangað fór hljómsveitin til að fá vinnufrið í rólegheitum, en allar fyrri plöturnar höfðu verið teknar upp í miklum flýti á milli tónleikaferða. Þegar þarna var komið ákvað hljómsveitin að fara eitthvað þar sem hægt væri að einbeita sér að því að taka upp og taka þann tíma sem þyrfti til að gera góða plötu. 

Sveitin leigði upptökubíl Rolling Stones og fór með hann til Montreux þar sem búið var að bóka Montreux spilavítið til að taka upp í. Spilavítið var stórt og salir margir. Hljómsveitin hafði spilað þar í maí ´71 og kynnst þá Claude Nobs stofnanda og stjórnanda Montreux Jazz hátíðarinnar sem fór fram á þessum tíma á þessum stað, í Montreux Casino. Þetta var flottur staður og þarna höfðu líka spilað t.d. hljómsveitir eins og Led Zeppelin, Pink Floyd og Black Sabbath. Spilavítið var lokað yfir vetrartímann og það var auðsótt mál að fá það leigt til að taka upp plötu. Hljómsveitin ætlaði að koma sér fyrir á sviðinu í stærsta salnum þar sem þeir höfðu spilað áður til að reyna að ná sem bestum tökum, en þeim fannst á plötunum á undan, In Rock (1979) og Fireball (1971) að þeir næðu ekki á plötunum að sýna hvað í þeim bjó. 

Fyrir afnotin af húsinu ætluðu þeir að spila eina tónleika í spilavítinu og svo var planið að gefa jafnvel út tvöfalda plötu þar sem önur platan yrði stúdíóplata og hin tónleikaplata. 

Þeir voru komnir til Montreux og voru að gera sig klára þegar Frank Zappa og hljómsveitin hans Mothers of invention hélt tónleika í húsinu, þá síðustu áður en Deep Purple átti að fá það afhent, en það vildi ekki betur til en svo að það kviknaði í á miðjum tónleikum og spilavítið brann til kaldra kola. Það var þess vegna ekkert hægt að taka þar upp en bruninn varð kveikjan að einu laga plötunnar, hinu sígilda Smoke on the Water – þar er þessu líst í nokkuð miklum smáatriðum. 

Deep Purple fór að leita að öðru heppilegu húsi til að taka upp í og þeir fundu það, Grand Hotel borgarinnar sem var líka lokað yfir veturinn. Þar komu þeir sér fyrir og tóku plötuna upp. 

Machine Head er sú plata Deep Purple sem selst hefur best en hún settist í toppsæti vinsældalista víða um heim á sínumt tíma, þar á meðal heima í Bretlandi, í Danmörku, Þýskalandi og Hollandi. Hún náði 7. Sæti í Bandaríkjunum. 

Það var gullaldarlið Deep Purple sem gerði þessa plötu:
Ritchie Blackmore – gítar
Ian Gillan – söngur
Roger Glover – bassi
Jon Lord – Orgel og hljómborð
Ian Paice - trommur 

Lagalistinn:
Skoffín - Rottur
Chernobyl Jazz Club - Ruðvalgur
Deep Purple - Highway star (plata þáttarins)
Power Palladin - Kraven the hunter
Serj Tankian - Electric Jerevan
David Bowie - Rosalyn
VINUR ÞÁTTARINS
The Pretty Things - Havana bound
Oasis - Supersonic
SÍMATÍMI
Molda - Ymur jörð
Uriah Heep - Easy livin (óskalag)
Vintage Caravan - Whispers
Volcanova - Mountain (óskalag)
Peter Gabriel - Red rain (óskalag)
Dio - Holy diver (óskalag)
Greta Van FLeet - Broken bells
Deep Purple - Lazy (plata þáttarins)
Rolling Stones - Not fade away (óskalag)
Big Star - The ballad of El Goodo
Bál - Kul
Kaisers Orchestra - Bon fra Helvete (óskalag)
Inhaler - Cheer up baby
Port - Inferno
Heart - Barracuda
ZZ Top - Goin´ down to Mexico
The Guess Who - American woman
Deep Purple - Never before (plata þáttarins)
Deep Purple - Smoke on the water (plata þáttarins)
Rammstein - Pussy (óskalag)
Led Zeppelin - Stairway to heaven

Tengdar fréttir

Popptónlist

Kristín Jónsdóttir - King Gizzard og Jethro Tull

Popptónlist

Brynhildur Guðjóns - Aerosmith og Iron Maiden

Popptónlist

Ari Eldjárn - Kiss og Metallica

Popptónlist

Villi Naglbítur - Das Kapital og U2