Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Þrjú vilja leiða Vinstri græn í Suðvesturkjördæmi

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, Ólafur Þór Gunnarsson alþingismaður og Una Hildardóttir varaþingmaður sækjast öll eftir að leiða lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum í haust. Guðmundur og Ólafur sækjast aðeins eftir fyrsta sætinu en Una gefur kost á sér í fyrsta og annað sætið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá VG. Níu gefa kost á sér í forvali um fimm efstu sætin í kjördæminu. En rafænt forval verður haldið 15-17 apríl. Hér er listi yfir frambjóðendur: 

 

  • Bjarki Bjarnason, rithöfundur og forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ. 4. – 5. sæti.
  • Einar Bergmundur Þorgerðar- og Bóasarson, hugbúnaðarsérfræðingur. 3. – 5. sæti.
  • Júlíus Andri Þórðarson, stuðningsfulltrúi og háskólanemi. 4. sæti.
  • Kolbrún Halldórsdóttir, leikstjóri og fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. 2. sæti.
  • Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og umhverfisfræðingur. 1. sæti.
  • Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og alþingismaður. 1. sæti.
  • Una Hildardóttir, upplýsingafulltrúi og varaþingmaður. 1. – 2. sæti.
  • Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir, þjóðfræðinemi. 3. sæti.
  • Þóra Elfa Björnsson, setjari og framhaldsskólakennari. 3. – 5. sæti.

 

Bjarni Pétur Jónsson
Fréttastofa RÚV