Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að eitthvað hafi verið um sjúkraflutninga frá gosstöðvunum í dag. Talsverð hálka er á gönguleiðinni og björgunarsveitir hafa þurft að koma slösuðu fólki til móts við sjúkrabíla. Davíð segir þó að engar tilkynningar hafi borist um alvarleg slys á fólki.