Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Sjúkraflutningar frá gosstöðvunum

25.03.2021 - 23:47
Eldgosið í Geldingadölum í Fagradalsfjalli 23. mars 2021.
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að eitthvað hafi verið um sjúkraflutninga frá gosstöðvunum í dag. Talsverð hálka er á gönguleiðinni og björgunarsveitir hafa þurft að koma slösuðu fólki til móts við sjúkrabíla. Davíð segir þó að engar tilkynningar hafi borist um alvarleg slys á fólki.

Lögreglan á Suðurnesjum ákvað á níunda tímanum í kvöld að loka fyrir aðgengi að gosstöðvunum vegna versnandi veðurs og erfiðra aðstæðna. Um tvö hundruð manns voru þar um klukkan átta í kvöld og þá var tilkynningum um fólk í vanda farið að fjölga að sögn Davíðs.

Lögreglan áætlar að enn séu um tuttugu til þrjátíu manns að ganga til baka frá gossvæðinu.

 

ingvarthor's picture
Ingvar Þór Björnsson
Fréttastofa RÚV