Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Nemendur í 2. bekk Vesturbæjarskóla í sóttkví

25.03.2021 - 00:04
Mynd með færslu
 Mynd: Ja.is
Öllum börnum í 2. bekk Vesturbæjarskóla er gert að fara í sóttkví eftir að starfsmaður sem vinnur með árganginum greindist með COVID-19.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem foreldrum barnanna barst frá skólanum í kvöld og að ákvörðunin sé að kröfu smitrakningarteymis almannavarna.

Þar segir einnig að börnin verði skimuð næstkomandi þriðjudag. Einhverjum fullorðnum ber að vera í sóttkví með barni en reglum smitrakningarteymis samkvæmt er viðkomandi þó ekki skráður í sóttkví.