Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Vísir að nýrri bylgju - 17 innanlandssmit í gær

24.03.2021 - 10:04
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
22 kórónuveirusmit greindust í gær, þar af voru 11 börn. Öll eru þau í Laugarnesskóla. 17 smitanna greindust innanlands og fimm við landamærin. Þetta staðfestir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala. Már sagði í morgun að tíu þeirra sem greindust hefðu verið utan sóttkvíar, en tölurnar gætu breyst þegar að líða færi daginn. Og það varð úr, samkvæmt vefnum Covid.is greindust 17 smitaðir en þar af voru þrír utan sóttkvíar. 75 eru í einangrun og 454 í sóttkví.

Margt bendir til þess að ný bylgja kórónuveirufaraldursins sé að hefjast eftir að fjöldi smita greindist í gær. Innanlandssmitin voru 17 og landamærasmitin 5. Leiða má líkur að því að flest smitin af hinu svokallaða „breska afbrigði“ sem hefur verið drifkrafturinn á bakvið bylgjur smita á meginlandi Evrópu. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun ríkisstjórnin funda um stöðu mála í dag, sennilega eftir hádegi. Til stóð að það yrði upplýsingafundur klukkan 11, svo klukkan 14 en að endingu var hann blásinn af. Ríkisstjórnin kemur saman síðar í dag en tímasetning þess fundar hefur ekki verið staðfest. 

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir