22 kórónuveirusmit greindust í gær, þar af voru 11 börn. Öll eru þau í Laugarnesskóla. 17 smitanna greindust innanlands og fimm við landamærin. Þetta staðfestir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala. Már sagði í morgun að tíu þeirra sem greindust hefðu verið utan sóttkvíar, en tölurnar gætu breyst þegar að líða færi daginn. Og það varð úr, samkvæmt vefnum Covid.is greindust 17 smitaðir en þar af voru þrír utan sóttkvíar. 75 eru í einangrun og 454 í sóttkví.