Mynd: Birgir Þór Harðarson

Tíu vikna farbann vegna morðsins í Rauðagerði
24.03.2021 - 18:06
Tveir voru í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaðir í tíu vikna farbann, eða til miðvikudagsins 2. júní. Farbannið er að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna rannsóknar á manndrápi í Rauðagerði í síðasta mánuði.
Mennirnir höfðu áður sætt gæsluvarðhaldi en lögregla fór ekki fram á að það yrði framlengt.
Lögregla veitir frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.