Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Starfsdagur í leikskólum til hádegis á morgun

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Leikskólar á höfuðborgarsvæðinu verða opnaðir klukkan 12 á morgun vegna þeirra hertu sóttvarnarráðstafna sem taka gildi á miðnætti.

Til að innleiða breytt skipulag hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu er ákveðið að starfsdagur verði á leikskólum til hádegis á morgun, fimmtudag.

Markmiðið, að því er fram kemur í tilkynningu, er að starfsemi leikskóla með breyttu skipulagi verði farsælt. Þar segir einnig að leikskólar muni starfa eftir bestu getu með takmörkunum sem hljótast af reglugerðinni.

Samkvæmt henni er aðeins tíu fullorðnum einstaklingum heimilað að vera samankomnir í hverju sóttvarnarhólfi.