Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Hertar sóttvarnarreglur hafa ekki áhrif á Strætó

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Hertar sóttvarnarreglur sem taka gildi á miðnætti hafa ekki áhrif á starfsemi Strætó. Meðal annars eru almenningsvagnar á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggð undanþegnir reglu um tíu manna hámarksfjölda. 

Áfram er grímuskylda fyrir viðskiptavini og vagnstjóra um borð en farþegum sem eru ekki með andlitsgrímu er óheimilt að ferðast með vögnunum.

Það á jafnt við um höfuðborgarsvæðið sem landsbyggðina en börn fædd 2005 og yngri eru áfram undanþegin grímuskyldu.

Strætó hvetur farþega sína til að ástunda reglulegan handþvott og sprittnotkun og brýnir fyrir þeim sem eru með flensueinkenni að nota ekki almenningssamgöngur.