Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi á miðnætti

24.03.2021 - 14:41
Mynd: Guðmundur Bergkvist / RÚV
Ríkisstjórn Íslands boðaði til fréttamannafundar í Hörpu klukkan 15 í dag vegna stórra hópsmita kórónuveirunnar. Forysta ríkisstjórnarinnar kynnir breyttar sóttvarnaráðstafanir og reglur til þess að stemma stigu við fjölgun smita.

Á fundinum verða einnig Alma D. Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Hér fylgjumst við með fundinum og greinum frá um leið.

Hægt er að fylgjast með kynningunni í spilaranum hér að ofan, á Rás 2 og í Sjónvarpinu. Fundurinn er túlkaður á pólsku á RÚV 2.