Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Handtekinn fyrir íkveikju á farfuglaheimili

24.03.2021 - 05:39
Húsið í Biskopsgården.
 Mynd: SVT
Einn var handtekinn eftir að mikill eldur kviknaði í farfuglaheimili í Södertälje í Svíþjóð í nótt. Slökkviliðið í borginni var kallað út um klukkan tvö í nótt að staðartíma.

22 voru í húsinu, og þurftu tveir þeirra að leita aðhlynningar á sjúkrahúsi að sögn fréttastofu sænska ríkissjónvarpsins, SVT. Að sögn slökkviliðsmannsins Andreas Blomquist kviknaði eldurinn á efstu hæðinni í þriggja hæða húsinu. Hvasst var á vettvangi og átti slökkvilið í vandræðum með að ná tökum á eldinum. Heilsugæslustöð er á neðstu hæð hússins, en hún var ekki í hættu að sögn Blomquist.

Ekki var hætta á að eldurinn breiddist út í önnur hús í nágrenninu. Einn var handtekinn, grunaður um íkveikju.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV