Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Bann ESB við útflutningi bóluefna snertir Ísland ekki

epa09089243 A health worker shows a vial of the AstraZeneca's COVID-19 vaccine during a mass COVID-19 vaccination drive in Sanur, Bali, Indonesia, 22 March 2021. Bali's government is planning to vaccinate tens of thousands of people residing in the three major tourist areas of Sanur, Nusadua and Ubud as a first step towards reopening Bali to foreign tourists.  EPA-EFE/MADE NAGI
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Sú ákvörðun Evrópusambandsins að banna útflutning bóluefna gegn COVID-19 frá ríkjum sambandsins til landa utan þess mun ekki raska afhendingu bóluefna til Íslands.

Þessi niðurstaða fékkst við eftirgrennslan íslenskra stjórnvalda. Ísland er aðili að samstarfi Evrópuþjóða um kaup á bóluefnum.

Þar með situr það við sama borð og ríki Evrópusambandsins varðandi þau bóluefni sem samningar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins taka til og afhendingu þeirra.

Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu kemur fram að bóluefnunum er útdeilt hlutfallslega jafnt milli þeirra ríkja sem aðild eiga að samningunum miðað við íbúafjölda.