Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Nemandi í MK smitaður en enginn í sóttkví

Mynd með færslu
Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. Mynd:
Einn nemandi við Menntaskólann í Kópavogi hefur greinst með COVID-19. Guðríður Eldey Arnardóttir skólameistari segir í samtali við fréttastofu að niðurstaða smitrakningar hafi leitt í ljós að ekki þurfi að senda nokkurn í sóttkví.

Hún segir að starfsfólk og nemendur sé hvött til að gæta fyllstu varúðar, atvik þegar veikur nemandi kom í skólann í vetur, hafi leitt í ljós að smitvarnir haldi sé þeirra gætt af kostgæfni.

Nemendur skólans hafa verið óslitið í staðnámi frá áramótum, allir bera grímur í kennslustundum og á göngum skólans auk þess sem allar kennslustofur eru sótthreinsaðar milli kennslustunda. 

Guðríður segir frábært hve vel nemendur hafi aðlagast breyttum aðstæðum í faraldrinum.