<p>Katrín Helga Andrésdóttir og Kari Jahnsen hittust þegar þær voru báðar búsettar í Berlín og höfðu gagnkvæman áhuga listsköpun hinnar. Þeim gafst tilefni til samstarfs þegar þær voru fengnar til að gera verk fyrir skandinavíska raftónlistarhátíðina Insomnia og Extrems Chill-hátíðina fyrir tveimur árum. Eftir að hafa stillt saman strengi, samið og spilað saman tónlist á Vestfjörðum, Berlín og í Tromsö var verkefnið fyrir alvöru fullmótað og kominn tími á plötu.</p>
<p>Platan Visions of Ultraflex er sem fyrr segir átta laga plata þar sem hristur er saman kokteill af diskói og nútímapoppi. Áhrifa er leitað víða meðal annars eftir því sjónræna í sovésk eróbikkmyndbönd og hinu tónræna til Peggy Gou, Janet Jackson og The Rah Band. Verkefnið er á mörkum þess að vera listrænn gjörningur og hljómsveit og mörg tónlistarmyndböndin gerð af norsku popplistakonunni OKAY KAYA sem að sögn dúettsins gefur tóninn fyrir karakter sveitarinnar.</p>
<p>Að sögn Farao og Special-K er Ultraflex staður þar sem þær komast út úr einverunni og alvarleika þess að skapa tónlist í einrúmi, staður þar sem þær geta sleppt fram af sér beislinu, haft gaman og dansað.</p>
<p>Visions of Ultraflex með sveitinni Ultraflex er Plata vikunnar á Rás 2 og verður spiluð í heild sinni ásamt kynningum sveitarinnar, eftir 10-fréttir í kvöld og er aðgengileg í spilara. </p>