Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Kórunuveirusmitum fjölgar aftur

22.03.2021 - 17:26
Mynd með færslu
 Mynd: Tmaximumge - Wikipedia
Kórónuveirusmitum er aftur farið að fjölga. Um helgina greindust 11 smit innanlands. Sex af þeim smituðu voru ekki í sóttkví. Tíu skipverjar á flutningaskipi frá Brasilíu eru með COVID-19. Öll áhöfnin er í sóttkví.

Fólk með einkenni á að halda sig heima og fara í sýnatöku.

Þrjú af þeim smituðu sem ekki voru í sóttkví eru í sömu fjölskyldu. Meira en 200 manns fara í sóttkví vegna þeirra. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir óttast að kórónuveiran fari aftur að breiðast út.

„Við erum því miður að sjá fólk með einkenni COVID úti í samfélaginu.“Margir fara ekki í sýnatöku um leið og þeir finna fyrir einkennum COVID. Það getur haft slæmar afleiðingar. Allir sem finna fyrir einkennum eiga að halda sig heima og fara í sýnatöku.

Þrír eru nú á spítala með COVID-19.

Tillaga að millifyrirsögn: Skipverjar á flutningaskipi smitaðir
Skip sem flutti súrál frá Brasilíu kom til hafnar á Reyðarfirði um helgina. Tíu af skipverjunum eru með COVID-19. Þórólfur telur líklegt að öll áhöfnin sé smituð. Hún er nú í einangrun um borð í skipinu.

 

annathr's picture
Anna Sigríður Þráinsdóttir
málfarsráðunautur