Rússneskri Soyuz-eldflaug var skotið á loft frá Baikonur í Kasakstan í morgun. Um borð eru þrjátíu og átta gervitungl sem senda verða á braut um hverfis jörðu. Gervitunglin eru frá átján löndum, en þar á meðal er fyrsta gervitunglið sem framleitt er fyrir stjórnvöld í Túnis.