Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Hlynur sló Íslandsmetið í maraþoni

Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsson - RÚV

Hlynur sló Íslandsmetið í maraþoni

21.03.2021 - 12:53
Hlynur Andrésson setti nýtt Íslandsmet í maraþoni í dag. Hann hljóp á 2:13:37 og bætti því met sem hafði staðið síðan árið 2011 um rúmlega þrjár mínútur. Hlynur endaði í 5. sæti í hlaupinu í dag.

Hlaupið í Dresden í Þýskalandi dag er fyrsta maraþonhlaup Hlyns og árangurinn því frábær. Kári Steinn Karlsson setti gamla Íslandsmetið árið 2011 þegar hann hljóp maraþon á 2:17:12. Tíminn í dag dugir Hlyni þó ekki til að komast á Ólympíuleikana en lágmarkið til að öðlast þáttökurétt þar er 2:11:30. 

Hlynur hefur áður sagt að þetta yrði trúlega hans eina tilraun til að ná lágmarkinu í maraþonhlaupi fyrir Ólympíuleikana í Tókýó og hann stefnir því á að einbeita sér að greinum á hlaupabrautinni í sumar.

Sigurvegari Dresden maraþonsins í dag var Þjóðverjinn Simon Boch sem hljóp á 2:10:48 og í öðru sæti var Tom Hendrikse frá Hollandi 2:13:03. Sem fyrr segir var Hlynur í 5. sæti á tímanum 2:13:37. 

Tengdar fréttir

Frjálsar

Gerir það besta úr stöðunni og hleypur viku síðar

Ólympíuleikar

Stefnir á Ólympíulágmark í sínu fyrsta maraþonhlaupi