Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Gígbarmurinn gefur sig og ný hraunrennslisæð myndast

21.03.2021 - 14:58
Mynd: RÚV / RÚV
Magnað sjónarspil varð við gíginn um klukkan 20 mínútur yfir tvö, þegar kvikustreymið braut sér nýja leið hægra megin við gíginn frá myndavélinni séð, eða í þá átt sem fólk hefur staðið og virt gosið fyrir sér.

Svo virðist sem enginn sé þar lengur en fólk hefur fært sig í hlíðina fjær gígnum. Hraunið rennur nú í nýjum farvegi niður hlíðina. Meðfylgjandi myndband er klippt út úr vefmyndavélinni og óhætt að segja að það sé mikið sjónarspil.