Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Rafmagnslaust á Stykkishólmi

20.03.2021 - 01:25
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Rafmagnslaust er á Stykkishólmi og nærsveitum eftir að spennir á Vogaskeiði leysti út. Tilkynning þessa efnis birtist á vef Landsnets rétt fyrir klukkan eitt.

Spennir 1 á Vogaskeiði leysti út og vinnur Landsnet að því að finna orsakir útleysingarinnar.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV