Eldgosið hófst klukkan 20:45 föstudagskvöldið 19. mars. Það er í miðju kvikugangsins sem hefur verið að myndast í jarðskorpunni síðustu vikur. Vísindamenn eru sammála um að gosið sé lítið og jafnvel ræfilslegt eins og Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur komst að orði í kvöld.
Páll telur hugsanlegt að gosið klárist í nótt en það er jafn líklegt að það dragist á langinn.
Ekki hefur gosið á Reykjanesskaga í um 800 ár, fyrr en nú.