Einar og Magnús leiða lista Pírata í NV og NA kjördæmi

20.03.2021 - 18:58
Mynd með færslu
 Mynd: samsett mynd - RÚV
Einar Brynjólfsson skipar efsta sæti á lista Pírata í norðausturkjördæmi. Magnús Davíð Norðdahl leiðir lista flokksins í norðvesturkjördæmi. Þetta varð ljóst eftir að prófkjöri flokksins lauk nú seinni partinn.

Kosningin var rafræn og greiddu rúmlega 280 manns atkvæði í því norðausturkjördæmi. Þar voru sjö voru í framboði. 

400 greiddu atkvæði í norðvesturkjördæmi þar sem sex frambjóðendur sóttust eftir efstu sætunum.

Niðurstöður prófkjörsins má sjá hér að neðan. Eftir að þessum prófkjörum er lokið er þeim öllum lokið hjá flokknum á landsvísu. 

Norðaustur

1. Einar Brynjólfsson

2. Hrafndís Bára Einarsdóttir

3. Hans Jónsson

4. Rúnar Gunnarson

5. Katla Hólm Vilbergs- og Þórhildardóttir

6. Skúli Björnsson

7. Gunnar Ómarsson

Norðvestur

1. Magnús Davíð Norðdahl

2. Gunnar Ingiberg Guðmundsson

3. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir

4. Pétur Óli Þorvaldsson

5. Sigríður Elsa Álfhildardóttir

6. Ragnheiður Steina Ólafsdóttir

bjarnir's picture
Bjarni Rúnarsson
Fréttastofa RÚV