Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Leki úr sjúkraskrá á Sóltúni kærður til lögreglu

Sóltún
 Mynd: Sóltún - Ljósmynd
Persónuvernd og Embætti landlæknis hefur verið tilkynnt um trúnaðarbrot á hjúkrunarheimilinu Sóltúni en þar veitti starfsmaður utanaðkomandi upplýsingar úr sjúkraskrá íbúa á heimilinu. Málið verður kært til lögreglu.

Greint er frá þessu á vefsíðu Sóltúns. 

Þar segir að um hafi verið að ræða takmarkaðar upplýsingar og að um afmarkað tilvik sé að ræða sem varði einn íbúa og einn starfsmann hjúkrunarheimilisins.  Hlutaðeigandi hafi verið upplýstir um málið. Sóltún harmi atvikið sem hefur reynst þungbært og muni ekki tjá sig um málið á meðan það er til rannsóknar.

Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu. Í umfjöllun þess segir að íbúinn sem um ræðir sé tengdur Ölmu D. Möller landlækni og því hafi landlæknir óskað eftir því við ráðherra að settur verði staðgengill meðan málið er til meðferðar hjá embættinu.

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir