Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Danskeppni Samfés í kvöld

Mynd með færslu
 Mynd: UngRÚV

Danskeppni Samfés í kvöld

19.03.2021 - 09:40

Höfundar

„Danskeppnin er mikilvægur vettvangur þar sem ungt fólk af öllu landinu hefur tækifæri til að hittast, koma fram og sýna frumsaminn dans,“ segir Victor Berg Guðmundsson framkvæmdastjóri Samfés.

Danskeppni Samfés er keppni ungs fólks á aldrinum 10-18 ára. Markmiðið er að hvetja ungt fólk á landsvísu til þess að koma fram á þessum viðburði með sinn eigin dansstíl. Keppt er í einstaklings- og hópakeppni í aldursskiptum hópum. Keppendur sýna frumsaminn dans og sjá alfarið um alla þá þætti sem snúa að því að sýna opinberlega fullbúið dansatriði og alla umgjörð dansatriðisins.

„Undirbúningurinn fyrir keppnina í kvöld hefur síðustu daga snúist mest um að klára búningahönnun en dansinn samdi ég fyrir nokkrum vikum og hef æft hann reglulega,“ segir Katrín Ýr Erlingsdóttir keppandi úr félagsmiðstöðinni Ekkó í Kópavogi. Hún hefur stundað dans frá þriggja ára aldri þegar hún steig sín fyrstu dansspor í ballett. Katrín segir keppnina mikilvæga fyrir unglinga. Það sé mikill lærdómur fólginn í því að koma fram fyrir framan aðra og undirbúa sitt eigið atriði.

Í ár er metþátttaka í danskeppninni sem hefur svo sannarlega slegið í gegn á síðustu árum. Samtals eru skráðir 70 keppendur sem koma af öllu landinu. 

Keppnin verður í beinu streymi á UngRÚV.is kl. 19:30