Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Bólusett á ný með bóluefni AstraZeneca

19.03.2021 - 08:57
epa09082193 (FILE) - A vial of the AstraZeneca vaccine during the Covid-19 vaccination campaign for the school staff at San Giovanni Bosco Hospital in Turin, Italy, 19 February 2021 (reissued 18 March 2021). A committee of the European Medicines Agency (EMA) on 18 March 2021  said although not excluded, there is no direct link between vaccination against Covid-19 with the AstraZeneca vaccine and rare number of blood clots. The EMA upholds its approval of the vaccine and recommends EU countries to continue  the usage of the AstraZeneca.  EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Fjöldi Evrópuríkja ætlar í dag að hefja á ný bólusetningu með bóluefninu frá AstraZeneca eftir að Lyfjastofnun Evrópu gaf í gær grænt ljós á notkun þess.

 

Málið snerist um hvort aukin  hætta væri á blóðtappa eftir bólusetningu með efninu, en Lyfjastofnunin kvað ekki svo vera. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin birtir álit sitt um bóluefni AstraZeneca í dag.

Frakkar búa sig nú undir nýjar sóttvarnarreglur sem taka gild á miðnætti annað kvöld og munu gilda í mánuð, en þar hefur smitum farið fjölgandi að undanförnu.