Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Léttir að Baldur sigli á ný

Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsson - RÚV
Skipstjórinn á Breiðafjarðarferjunni Baldri segir það vera létti að ferjan er aftur komin í siglingar.

Ferjan bilaði í síðustu viku í annað sinn á innan við einu ári og tók ferðin yfir fjörðinn á endanum sólarhring en tekur alla jafna um þrjár klukkustundir.

Unnar Valby Gunnarsson, er skipstjórinn á Baldri, segir ekkert stress hafa verið í áhöfninni þegar lagt var af stað síðdegis. 

„Nei, nei við fórum í prufusiglingu í gær og það gekk bara vel. Allt virkar fínt og hefur bara gengið mjög vel,“ segir hann. 

 

Mynd: Elsa María Guðlaugs Drífudót / RÚV
Baldur á leið úr höfninni á Stykkishólmi í dag.

 

„Það er léttir að finna bilunina, við vissum það ekki fyrst. Það kom í ljós galli í túrbínu sem enginn sá fyrir og engan óraði fyrir.“

En nú er allt eins og það á að vera? „Já já, það virkar allt fínt.“