Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Aðföng innkalla frosinn kjúkling frá SFC

18.03.2021 - 11:33
Selfoss Rafmagnslínur Rafmagnslína náttúra
 Mynd: Jónsson Jónsson - Jóhannes Jóhannes
Aðföng og breska heildsalan SFC Wholesale Ltd hafa ákveðið að innkalla SFC Take Home Boneless Bucket í 650 gramma pakkningum og Southern Fried Chicken Strips. Vörurnar voru báðar seldar í Hagkaup, auk þess sem Southern Fried Chicken Strips fékkst í Bónus. Vörurnar hafa verið innkallaðar úr verslununum. 

Ástæða þess að vörurnar eru kallaðar inn eru að salmonella fannst í þeim. Í fréttatilkynningu frá Aðföngum segir að viðskiptavinum Bónus og Hagkaups sem hafa keypt vöruna er ráðið frá því að neyta hennar. Hægt er að skila vörunni aftur í verslun og fá endurgreitt. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV