Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Síðasti dagur kosninga í Hollandi

17.03.2021 - 08:33
Erlent · Holland · Evrópa
epa09079114 Voters cast an early vote for the House of Representatives elections in a temporary voting tent in front of Nijmegen station, in Nijmegen, The Netherlands, 17 March 2021. Special measures apply to all polling stations in the country to keep the risk of contamination with the coronavirus as small as possible.  EPA-EFE/ROB ENGELAAR
Kjósendur á kjörstað í Nijmegen í morgun. Mynd: EPA-EFE - ANP
Kjörstaðir voru opnaði í morgun á þriðja og síðasta degi þingkosninga sem fram fara í Hollandi. Í kosningunum í gær og fyrradag var einkum tryggt að aldraðir, veikburða og sjúkir gætu kosið á völdum stöðum, en í dag fá allir aðrir að kjósa.

Litið er á kosningarnar sem vísbendingu um hvernig landsmenn meta frammistöðu Marks Rutte og stjórnar hans í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn, en kannanir fyrir kosningar gáfu til kynna að flokkur hans VVD fengi flest atkvæði þeirra þrjátíu og sjö flokka sem bjóða fram til þings.

Ekki er talið ólíklegt að stjórnarmyndunarviðræður taki tíma, en eftir síðustu kosningar 2017 voru núverandi stjórnarflokkar sjö mánuði að mynda ríkisstjórn. Búist er við að útgönguspár verði birtar strax og búið verður að loka kjörstöðum klukkan átta í kvöld að íslenskum tíma.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV