Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Palestínumenn fá Covax-bóluefni

17.03.2021 - 20:30
epa09080106 A Palestinian man receives a dose of Russia's Sputnik V COVID-19 coronavirus vaccine at the Ministry of Health Sabha Al Harazeen clinic, in Al Shejaeiya neighborhood, in the east of Gaza City, 17 March 2021. The Palestinian Authority received on 17 March around 60,000 coronavirus vaccine doses as a first shipment through the COVAX initiative. People start to receive doses of Russia's Sputnik V COVID-19 coronavirus vaccine in the Ministry of Health clinics and United Nations Relief and Works Agency for Palestine Refugees (UNRWA)'s clinics.  EPA-EFE/MOHAMMED SABER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Palestínumenn fengu í dag sextíu þúsund skammta af bóluefni gegn COVID-19 fyrir tilstuðlan Covax, alþjóðlegs samstarfs sem á að tryggja fátækum ríkjum sinn skerf af bóluefnakökunni.

 Ástandið er sagt slæmt á herteknu svæðunum vegna faraldursins, sjúkrahús yfirfull og vart byrjað að bólusetja aðra en heilbrigðisstarfsfólk og níutíu þúsund manns sem vinna í Ísrael. Byrjað verður að bólusetja landsmenn á sunnudaginn kemur, heilbrigðisstarfsmenn, fólk sem orðið er 75 ára og eldra og þá sem glíma við langvinna sjúkdóma.

Þriðjungur bóluefnisins sem barst í dag verður sendur til Gazasvæðisins. Gert er ráð fyrir að fyrir tilstuðlan Covax-samstarfsins berist bóluefni til Palestínu sem nægi til að bólusetja eina milljón manns, það er tuttugu prósent íbúanna.

Í sendingunni sem kom í dag eru 37 þúsund skammtar af bóluefni frá Pfizer-BioNTech  og 23 þúsund skammtar frá AstraZeneca. 
 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV