Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Blinken og Austin farnir til viðræðna í Suður-Kóreu

17.03.2021 - 08:44
epa09077585 US Secretary of State Antony Blinken (R) and US Secretary of Defense Lloyd Austin (L) attend a meeting with Japanese Prime Minister Yoshihide Suga (not in picture)  during a courtesy call at the prime minister's official residence, in Tokyo, Japan, 16 March 2021.  EPA-EFE/Eugene Hoshiko / POOL
Austin (t.v.) og Blinken í viðræðum í Japan í gær. Mynd: EPA-EFE - AP POOL
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Lloyd Austin varnarmálaráðherra komu í morgun til Suður-Kóreu frá Japan þar sem þeir ræddu í gær um aukna samstöðu og samstarf á ýmsum sviðum.

Sama verður uppi á teningnum í Suður-Kóreu, en Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur lagt áherslu á að treysta böndin við vinaþjóðir vegna aukinna umsvifa Kínverja.

Ástandið á Kóreuskaga verður einnig til umræðu, en Kim Yo Jong, systir Kims Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, sendi Bandaríkjamönnum tóninn í síðustu viku.

Þeir Blinken og Austin ætla á morgun að ræða við Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, en átti þátt í að koma á fundinum milli Kims og Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, í Singapúr 2018.