Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Geta ekki blessað samkynja sambönd

epa07599240 A Lesbian couple arrive to attend a Mass wedding ceremony for Same-sex marriage in Taipei, Taiwan, 25 May 2019. Taiwan became the first Asian country to legalize same-sex marriage on 24 May 2019.  EPA-EFE/RITCHIE B. TONGO
 Mynd: epa
Vatíkanið greindi frá því í gær að kaþólska kirkjan geti ekki lagt blessun sína yfir samkynja sambönd, því guð blessi ekki synd. Frans páfi staðfesti svarið, en hann kvaðst sjálfur styðja samkynja sambönd þegar hann var beðinn álits fyrir heimildamynd í fyrra. 

Tilskipun Vatíkansins segir einmitt að kristna samfélagið og prestar þess verði að virða og sýna samkynhneigðum skilning, en ekki sé mögulegt að blessa sambönd þeirra. Þá segir að guð geti ekki blessað synd, en hann geti blessað synduga menn svo þeir viti að guð unni þeim og veiti þeim tækifæri til að breytast, hefur Guardian eftir svari páfagarðs.