Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Flutningabíl ekið á barn á Akranesi

16.03.2021 - 16:41
Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Flutningabíl var ekið á ellefu ára dreng á hjóli í Asparskógum á Akranesi um klukkan tvö í dag. Drengurinn var fluttur á sjúkrahúsið á Akranesi en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fór mun betur en á horfðist og hann er ekki í lífshættu. Lögreglan rannsakar nú umferðarslysið.
hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV