Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Um 50 tilkynningar borist Náttúruhamfaratryggingu

15.03.2021 - 12:20
Mynd með færslu
 Mynd: Sigurður Óli - RÚV
Náttúruhamfaratryggingu Íslands hafa borist um 50 tilkynningar um tjón frá því skjálftahrinan hófst 24. febrúar. Tvær tilkynningar bárust eftir skjáfltann í gær.

Tilkynningarnar lúta langflestar að minniháttar tjóni, lausamunum sem hafa brotnað og stöku sprungu í vegg, bæði nýjum og gömlum sem hafa gliðnað. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar, segist ekki hafa fengið tilkynningar um tjón á lögnum eða rafleiðslum. 
 

arnhildurh's picture
Arnhildur Hálfdánardóttir
Fréttastofa RÚV