Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Þingkosningar hafnar í Hollandi

15.03.2021 - 07:27
epa09075559 A voter casts her vote for the House of Representatives elections, during early voting at a polling station in Eindhoven, the Netherlands, 15 March 2021. This year, the options for casting a vote in a polling station are spread over three days due to coronavirus measures.  EPA-EFE/ROB ENGELAAR
 Mynd: EPA-EFE - ANP
Þriggja daga þingkosningar eru hafnar í Hollandi. þrátt fyrir harðar aðgerðir til að halda aftur af COVID-19 faraldrinum, svo sem útgöngubann að nóttu til. Því er spáð að Mark Rutte forsætisráðherra og flokkur hans haldi velli.

Hollenska stjórnin baðst lausnar um miðjan janúar vegna hneykslismáls sem varðar barnabótakerfi landsins. Skattyfirvöld kröfðu þúsundir foreldra um að endurgreiða ríkinu ofreiknaðar barnabætur, sem leiddi að sögn hollenskra fjölmiðla til þess að fjöldi fólks lenti í alvarlegum fjárhagsvandræðum.

Mark Rutte var andvígur því að slíta stjórnarsamstarfinu, þar sem Holland þyrfti á pólitískum stöðugleika að halda vegna COVID-19 farsóttarinnar.

 Kjörfundi lýkur á miðvikudagskvöld.

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV