Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Skellt í lás á Ítalíu

15.03.2021 - 08:22
epa09074459 A restaurant closes on the last day before the new measures against the Covid-19 pandemic come into force, in Rome, Italy, 14 March 2021. Most of Italy will be a red zone in Italy's tier system from 15 March on, due to a sharp rise in numbers of infections with the Sars-Cov-2 coronavirus that causes the Covid-19 disease.  EPA-EFE/GIUSEPPE LAMI
 Mynd: EPA-EFE - Ansa
Þremur fjórðu hlutum Ítalíu hefur verið lokað á ný til að reyna að hemja bráðsmitandi afbrigði kórónuveirunnar sem fyrst kom upp í Bretlandi. Lokunin varir fram yfir páska.

Skólum, veitingahúsum og söfnum hefur verið lokað, þar á meðal í Rómarborg og Mílanó. Fólki hefur verið skipað að halda sig heima, nema vegna vinnu, af heilsufarsástæðum og annarra bráðnauðsynlegra erinda.

Ráðstafanirnar koma mis hart niður á landsmönnum eftir því hve ástandið er slæmt. Það eru einungis íbúar Sardiníu sem sleppa að þessu sinni, þar sem smit eru færri en fimmtíu á hundrað þúsund íbúa.

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV