Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Johnson lofar að grípa til aðgerða fyrir konur

15.03.2021 - 01:25
epaselect epa09074204 Protesters demonstrate outside Scotland Yard against police brutality in London, Britain, 14 March 2021. Thousands of people had attended a Reclaim These Streets vigil for Sarah Everard the night before, that was officially closed closed by Metropolitan Police, claiming the shutdown was 'necessary' because of the 'overriding need to protect people's safety.' A serving police constable had appeared in court charged with kidnapping and killing of Sarah Everard was last seen alive on 03 March while walking home from a friend's flat in south London.  EPA-EFE/ANDY RAIN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, heitir því að grípa til aðgerða sem bæta öryggi kvenna. Frá þessu greindi hann í gærkvöld. Mikil sorg og reiði hefur brotist út í landinu eftir að Sarah Everard hvarf á leiðinni heim til sín í Lundúnum fyrr í mánuðinum. Hún fannst síðar myrt.

Johnson lofaði jafnframt rannsókn á aðgerðum lögreglu í tengslum við minningarathöfn um Everard á laugardagskvöld, þar sem lögreglumenn beittu valdi til að stöðva hana. Mörg hundruð komu saman í miðborg Lundúna í gær til þess að mótmæla framferði lögreglunnar á laugardagskvöld. 

Johnson heldur fund með starfshópi sínum um glæpi og dómsmál í dag, mánudag, þar sem ofbeldi gegn konum verður rætt, að sögn AFP fréttastofunnar. Jafnframt greindi Lundúnalögreglan frá því að eftirlitsnefnd hefji rannsókn á aðgerðum lögreglu við minningarathöfnina. 

Hvarf Everard og leitin að henni í sunnanverðri Lundúnaborg hefur vakið mikla umræðu í borginni og víðar í Bretlandi um öryggi kvenna á almannafæri og ofbeldi karla gegn þeim. Hún hvarf á leiðinni heim til sín í Brixton 3. mars þegar hún ætlaði að ganga þangað heiman frá vinafólki í Clapham. Um viku síðar fannst lík hennar. Lögreglumaðurinn Wayne Couzens var handtekinn og formlega sakaður um ránið og morðið á Everard í gærmorgun.